top of page

Málefnafundur 2. nóv: Samvinna hins opinbera og einkaaðila

Næsti málefnafundur Heilsutækniklasans verður miðvikudaginn 2. nóvember. Á fundinum verður fjallað um samvinnu opinberra stofnana og einkaaðila, hvað er gert vel og hvað má betur fara. Fulltrúi Landlæknis mun segja okkur frá sýn og stefnu embættisins og fulltrúi frá Landspítala mun fjalla um þær áskoranir sem spítalinn stendur frammi fyrir. Sjónlag deilir með okkur reynslusögu þess að vinna með hinu opinbera. Að þessum erindum loknum verður sett upp pallborð þar sem við munum kryfja málin. Húsið opnar kl. 08:15 með ferskum morgunmat og kaffi. Fundurinn hefst síðan stundvíslega kl. 08:45. Dagskrá:


08:15 - Húsið opnar 08:45 - Velkomin - Freyr 08:50 - Landspítali: Áskoranir - Signý Jóna 09:00 - Landlæknir: Stefna og markmið - Ingi Steinar 09:15 - Sjónlag: Reynslusaga - Jónmundur 09:30 - Pallborð: Hvað er vel gert, hvað má betur fara og hvernig? - Ingi Steinar, Hákon (Origo), Jónmundur, Signý, Ásta (Treatably) 10:00 - Lokaorð - Freyr


Skráningarform fundarins má finna hér.



Comments


bottom of page