Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið tilkynnti í dag og í gær um úthlutanir úr nýjum sjóðum, Fléttunni og Glókolli. Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins almennt. Glókollur veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviði ráðherra.
Við úthlutun úr Fléttunni var lögð áhersla á að úthluta styrkjum sem styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðistækni, -vörum og -þjónustu og er styrkveiting háð því skilyrði að umsækjendur eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Ánægjulegt er að sjá að aðildarfélög Heilsutækniklasans eru meðal þeirra sem hafa hlotið verðskuldaða styrkveitingu, ásamt öðrum úr heilsu- og líftækni geiranum á Íslandi.
Styrki úr Glókolli hlutu 3 verkefni:
Háskólafélag Suðurlands: Uppsetning og kynning á Hreiðrum - frumkvöðlasetrum á Suðurlandi.
Rata: Hugmyndasmiðir.
Svava Lóa Stefánsdóttir: Gott að heyra.
Hér að neðan má sjá lista af styrkþegum, verkefnum og samstarfsaðilum þeirra sem hlutu úthlutun úr Fléttunni.
Nánari upplýsingar á heimasíðu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
Comments