Lausnarmótið
Vertu hluti af Lausnarmóti Heilsutækniklasans og mótaðu nýjungar á sviði heilsutækni með skapandi fólki.
Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá byrjun árs til maí 2024. Unnið er með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að þátttakendur fái sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.
Hér fyrir neðan má finna áskoranir samstarfsaðila okkar fyrir Lausnarmótið 2024.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2024 og stefnt er að því að ljúka vali á þátttakendum fyrir lok febrúar.
Umsóknarform má finna hér
Áskoranir fyrir Lausnarmótið 2024
Samstarfsaðilar Lausnarmóts Heilsutækniklasans taka saman áskoranir fyrir hvert Lausnarmót með það að markmiði að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.
Samstarfsaðilar velja þátttakendur sem sækja um að leysa þær áskoranir sem lagðar eru fram. Hver áskorun á sinn ábyrgðaraðila og tengilið og þátttakendur Lausnarmótsins vinna með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að fá sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.
Áskoranir frá Landspítala
Stefna Landspítala er að auka vægi nýsköpunar og stafrænna lausna og vera þekktur fyrir nýsköpun á vettvangi heilbrigðisvísinda. Landspítali leggur áherslu á að stuðla að nýsköpun með því að vinna með fyrirtækjum að lausnum og auðvelda notkun lausnanna innan spítalans. Landspítali er leiðandi í vísindum og menntun og í framvarðarsveit í þekkingarþróun og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Þróun stafrænna lausna er forsenda árangurs í starfsemi flestra fyrirtækja og stofnana. Landspítali er engin undantekning og því hafa stjórnendur lagt ríka áherslu á stafræna þróun undanfarin ár.
Uppbygging innviða til að auðvelda þróun á lausnum í heilbrigðistækni
Ein megin áskorun nýsköpunarfyrirtækja varðandi þróun lausna fyrir heilbrigðiskerfið er aðgengi að prófunargögnum og prófunarumhverfum. Heilbrigðisupplýsingar eru í eðli sýnu viðkvæm og erfið í meðhöndlum, og til dæmis er ekki hægt að gefa aðgang að slíkum gögnum til að nota við þróun lausna. Það er því brýn þörf að þróa og byggja upp ópersónugreinanleg gagnasöfn til að nota við þróun og prófanir á tæknilausnum. Verkefni snýst einnig um að búa til API til að veita aðgang að þessum gögnum. Leitað er eftir samstarfsaðilum sem hafa komið að svipuðum verkefnum og geta unnið með okkur að lausn vandamálsins.
Aukin skilvirkni í rafrænum samskiptum Landspítala við sjúklinga
Nokkrar dag- og göngudeildir spítalans hafa opnað fyrir þann möguleika að sjúklingar á biðlista eða í virkri meðferð geti að eigin frumkvæði hafið samskipti við deildir á spítalanum. Mikilvægt er að vinna hratt og örugglega í gegnum erindi frá sjúklingum svo þeir fái svör sem fyrst við sínum fyrirspurnum. Einnig þarf að huga að því að fjöldi erinda valdi ekki auknu álagi á starfsfólk spítalans og er því mikilvægt að finna erindum ávallt réttan farveg. Sjá nánar hér.
Spálíkön fyrir eftirspurn þjónustu og bestun á framboði til að mæta eftirspurninni
Þegar klínísku svið spítalans eru að skipuleggja skema næstu 90 daga, forgangsraða í meðferðir eða áætla þörf á fjölda göngudeildartíma er mikilvægt fyrir þau að þekkja hver eftirspurnin er eftir tiltekinni þjónustu. Flæði sjúklinga inn á biðlista gefur til kynna hver eftirspurnin er eftir tilteknum úrræðum. Í stað þess að starfsfólk geti einungis metið núverandi stöðu biðlista væri ákjósanlegt að nýta innflæði sjúklinga til að spá fyrir um hver framtíðarþörfin verður og styðja þannig starfsfólkið í ákvarðanatöku sinni varðandi skipulagningu. Við leitum að lausn sem hægt er að innleiða í ferla Landspítala og gefur starfsfólki góða yfirsýn yfir framtíðarþörf ásamt því að koma með tillögu að framboði.
Áskoranir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir fjölmörgum og fjölbreyttum áskorunum, bæði fyrir ytri vefi og innra starf heilsugæslunnar.
Rafrænar handbækur
Vandamálið
Handbækur í PDF skjölum geymdar á sameiginlegum svæðum hvort sem það er í skýinu eða í sameiginlegri geymslu hafa ókosti. Til að byrja með getur reynst flókið fyrir starfsmenn að finna það sem þeir eru að leita af.
Búa til rafrænt svæði þar sem starfsfólki er gert kleift að nálgast handbækur og ferlalýsingar. Lausnin getur bæði verði notuð fyrir ferla en líka sem ákveðið kennslu svæði. Þetta kerfi ætti að innihalda:
· Gátlistar fyrir ákveðin verklagsferli til að tryggja rétt framkvæmd.
· Möguleika á að hlaða upp, skoða og breyta myndböndum og leiðbeiningum sem tengjast starfi starfsfólks.
· Aðgangsstýringu sem hægt er að sérsníða eftir fagstéttum, sem gerir starfsfólki kleift að finna viðeigandi efni fyrir sín verkefni.
Rafræn lyfjaþjónusta
Vandamálið?
Lyfjasvið HH er stækkandi stoðsvið sem mun aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við lyfjamál. Sviðið er í örri þróun og þarf tæknilausnir til að aðstoða fagfólk á sem skilvirkasta hátt. Hluti af vandamálinu er að finna réttar lausnir.
Lausnin
Þróa kerfi sem miðlar upplýsingum og samskiptum varðandi lyfjamál innan heilbrigðisstofnunar. Þetta fyrirkomulag myndi fela í sér:
· Tengingar við lyfjaforrit, til dæmis miðlægt lyfjakort, til að auðvelda skráningu og uppfærslu lyfjaupplýsinga.
· Samhæfing við lyfjaskráningar og upplýsingagjöf milli heilbrigðisstarfsmanna.
Lausnahlaðborð
Vandamálið
Það getur reynst erfitt fyrir fagfólk að hafa yfirsýn og þekkja öll úræði fyrir mismunandi hópa bæði innan heilsugæslunnar og fyrir utan.
Lausnin
Skapa svæði fyrir fagfólk þar sem það getur kynnt sér og valið úr lausnum sem eru í boði, bæði innan heilsugæslunnar og frá utanaðkomandi aðilum. Fagfólk ýtir á þau úrræði sem það mælir með sem bæði skráir og sýnir betur hvernig skjólstæðingurinn sækir þá þjónustu. Á þessu svæði ætti að vera hægt:
• Að fá ítarlegar upplýsingar um hverja þjónustu sem er í boði.
• Að leita að lausnum eftir ákveðnum vandamálum eða þörfum.
• Hægt verði að senda beint úr kerfinu á þær lausnir sem bjóða upp á það
Miðlæg kerfi HH
Vandamálið
Heilsugæslan stendur frammi fyrir vanda vegna skorts á kerfi sem getur talað saman við önnur kerfi innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta skapar hindranir í innleiðingu og nýsköpun kerfa sem geta unnið með sjúklingaupplýsingar, bóka tíma, og annast fleiri verkefni.
Lausnin
Aðstoða við að skýra sýn á miðlæga lausn sem gæti virkað sem innra net heilsugæslunnar, sem innifelur:
· Greining á núverandi kerfum: Skilgreina og kortleggja núverandi ferla og kerfi, þar með talið hvernig upplýsingar og gögn flæða milli þeirra.
· Þarfagreining: Ákvarða þarfir stofnunarinnar fyrir upplýsingaaðgang og öryggi, og hvernig best er að uppfylla þessar þarfir í samhæfðu umhverfi.
· Samstarf við hagsmunaaðila: Vinna náið með starfsfólki og öðrum hagsmunaaðilum til að tryggja að þeir skilji markmiðið og hvernig það mun bæta þeirra daglegu vinnu.
Auðvelda ferla fyrir Geðþjónustu
Vandamálið
Núverandi tilvísunarferli og skráning á tímum í sálfræðiþjónustu er óaðgengileg og óþarflega flókin. Þegar skráning skjólstæðinga er ónákvæm myndast t.d. ákveðið hlutfall skjólstæðinga í biðlista sem er í raun og veru ekki í bið.
Lausnin
Endurskoða og einfalda núverandi kerfi fyrir geðþjónustu á fyrsta stigi, sem inniheldur:
· Betrun á tilvísunarkerfinu fyrir skjólstæðinga sem leita til sálfræðinga.
· Utanumhald og eftirfylgni með mikilvægum mælikvörðum, eins og fjölda viðtala og almennum ferli sem fylgir skjólstæðingi frá því hann byrjar í sálfræðiþjónustu.
Áskoranir frá Landlækni
Áskoranir og áherslur frá embætti landlæknis.
Notkun gervigreindar til að auka skilvirkni við lyfjaendurnýjanir í gegnum Sögu-Heilsuveru
Virkni sem byggir á gervigreind til að koma með tillögur að aðgerðum tengdum lyfjaendurnýjunum byggðar á túlkun og úrvinnslu skipulagðra gagna og ferla.
Markmið að auka gæði þjónustunnar, hagkvæmni og öryggi með því að nota gervigreind til að áætla næstu skref fyrir lækna/heilbrigðisveitendur þegar notendur heilbrigðisþjónustunnar óska eftir lyfjaendurnýjun.
Sem dæmi:
Tillaga að blóðprufu ef tiltekin tímalengd er frá síðasta eftirliti vegna ákv. lyfja innan fyrirframskilgreinds ATC flokks
Tillaga að eftirliti, viðtali og skoðun, út frá fyrirframgefnum tímaramma, t.d. vegna blóðþrýstingsmeðferðar, geðlyfjameðferðar o.s.frv.
Opinn flokkur
Lausn, hönnun fyrir lausn eða þjónustu fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða almenning á Íslandi
Hér er sérstaklega leitað eftir lausnum sem gagnast almenningi til að bæta heilsu sína og auðvelda virka þátttöku í meðferð sinni
Lausnin gæti einnig verið sérsniðin fyrir hóp fólks með ákveðinn langvinnan sjúkdóm eða sem þarf að nota ákveðna þjónustu í miklum mæli til lengri eða skemmri tíma
Æskilegt er að verkefnið styðji stefnu embættis landlæknis um rafrænar sjúkraskrár
Notkun gervigreindar til eftirlits með óeðlilegum uppflettingum í lyfjaávísanagátt
Virkni sem byggir á gervigreind til að koma auga á óeðlilegar uppflettingar í lyfjaávísanagátt byggðar á túlkun og úrvinnslu skipulagðra gagna og ferla.
Markmið að auka eftirlit og öryggi með því að nota gervigreind til að finna óeðlilegar uppflettingar.
Með þessu móti er möguleiki á að vinna að skilvirkara og forvirku eftirliti og koma í veg fyrir brot m.a. á persónuverndarlögum.
Sem dæmi:
Margar uppflettingar sama aðila innan kerfisins innan ákveðins tímaramma
Notkun gervigreindar til að meta áhættu á fíknivanda vegna lyfjameðferðar
Virkni sem byggir á gervigreind til að meta áhættu á fíknivanda sjúklings sem er í lyfjameðferð. Virknin byggir á úrvinnslu skipulagðra gagna og ferla. Markmiðið er að þróa virkni sem getur aðstoðað lækna við að meta áhættu á fíknivanda sjúklings sem þeir hafa í lyfjameðferð hjá sér.
Sem dæmi: Sjúklingur sem hefur fengið sterk verkjalyf í kjölfar aðgerðar.
Samstarfsaðilar
Einstakur viðburður
Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá janúar til maí. Uppskeruhátíð Lausnarmótsins fer svo fram samhliða Nýsköpunarvikunni
13.-17. maí 2024.
Unnið er með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að þátttekendur fái sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.
Markmiðið
Er að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.
Samstarfsaðilar velja þátttakendur sem sækja um að leysa þær áskoranir sem lagðar eru fram. Það er svo samstarfsaðilanna að velja hvort þeir vilja fjárfesta í lausninni við lok Lausnarmótsins í formi áframhaldandi þróunar eða með beinu fjárframlagi.
Fyrri áskoranir/verkefni
Frá Landlækni:
Lausn til birtingar á upplýsingum um áfanga í þroska ungbarna.
Lausn um birtingu heilla sjúkraskráa fyrir lækna og starfsfólk.
Frá Landspítala:
Lausn fyrir sjúklinga með átraskanir, einstaklings og persónumiðuð þjónusta.
Lausn sem sýnir áætlaða bið á biðstofum LSH
Frá Heilsugæslunni:
Lausn fyrir rafræna sálfræðimeðferð sem fer fram í öruggu umhverfi
Lausn þar sem hægt er að skrá svefnvenjur með auðveldum hætti.