top of page

Heilsutækniklasinn

Heilsutækniklasinn er samstarfsvettvangur í heilsu- og líftækni á Íslandi.

Markmið Heilsutækniklasans eru að: Auka nýsköpun og nýliðun í heilsu- og líftækni. Fjölga innleiddum þjónustumiðuðum persónulegum lausnum fyrir skjólstæðinga með skilvirkni og hagkvæmni kerfisins í huga. Fjölga þeim aðilum sem starfa við nýsköpum í greininni og auka aðþjóðasamstarf.

Starfsemi Heilsutækniklasans

Heilsutækniklasinn stendur fyrir mánaðarlegum fundum fyrir aðildarfélaga sína og aðra áhugasama gesti. Hver fundur er tileinkaður tilteknu málefni sem snertir heilsu- og líftæknigeirann á einn eða annan hátt. Ráðgjafaráð Heilsutækniklasans velur málefni hvers fundar og hefur yfirumsjón með dagskrá hvers starfsárs. 

Heilsutækniklasinn er tengipunktur aðildarfélaga sinna við aðra klasa og alþjóðasamstarf á sviði heilsu- og líftækni, með sérstaka áherslu á Norðurlöndin. Við miðlum og tökum beinan þátt í áhugaverðum alþjóðlegum viðburðum, svo sem ráðstefnum, málþingum, sýningum og samkeppnum er tengjast heilsu- og líftækni.

Heilsutækniklasinn er heimili Lausnarmóts í heilsutækni, verkefnamiðaðs samstarfsvettvangs þroskaðra stofnanna og fyrirtækja við frumkvöðla, sprota og nýsköpunarfyrirtæki með það að markmiði að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.

Fáðu fréttabréfið sjóðheitt í inboxið þitt

Takk fyrir að gerast áskrifandi!

Heilsutækniklasinn í fjölmiðlum

freyr_ketilsson_1_litur.jpg

Visir.is - Nýtum tæki­færi – opnum sam­talið - 30. janúar

samfelagid.jpg

Rás 1 - Samfélagið - 11. janúar 2023

20221004_085038.jpg

Mbl.is - Stofna heilsuklasa að norrænni fyrirmynd - 5. október 2022

20221004_085009.jpg

Mbl.is - Æskilegt að ríkið vinni meira með einkaaðilum - 11. janúar

síðdegisútvarpið.jpg

Rás 2 - Síðdegisútvarpið - 12. október 2022

Heimilisfang

Árleynir 2. 
112 Reykjavík

​Sími

517-3444

Netfang

htk@htk.is

© 2023 by HTK

  • facebook
  • LinkedIn
  • Instagram
bottom of page